Færsluflokkur: Menning og listir

Atburðir í vikunni II

RÚRÍ: Tími - Afstæði - Gildi    Sýning frá glæstum listferli. Opin virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 13-16. Sýningin stendur til 15. apríl.  Gerðuberg


Bókalíf kl. 09:00 - 17:00 Hringbraut 121, 4. hæð. Bókalíf. Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir bókverk. Opið virka daga kl. 9-17. Aðgangur ókeypis. Nánar á www.akademia.is - ReykjavíkurAkademían

Álfar í mannheimum kl. 11:00 - 23:00 Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumyndir á Thorvaldsen bar í Austurstræti. Í verkum Álfheiðar má greina álfa og ýmsar verur sem flestum er hulið. Utanaðkomandi áhrif hverju sinni leiða Álfheiði áfram í listsköpun hennar. Sýningin er opin á opnunartíma Thorvaldsen bars.

Auga fyrir auga  á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Feel free to join me er titill innsetningar Önnu Lindar Sævarsdóttur. Sýningin stendur til 11. mars og er opin miðvikud. kl. 15-18, föstud. laugard.og sunnud. kl. 14-17. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband