Færsluflokkur: Bloggar
Þann 4. júlí s.l. voru liðin 50 ár frá því að fyrsta konan á Íslandi varð bæjarstjóri, Hulda Jakobsdóttir í Kópavogi. Hulda var bæjarstjóri í 5 ár og hafa fáar konur verið lengur en hún í slíku embætti.
Jafnréttisnefnd Kópavogs, ásamt nokkrum afkomendum Huldu ofl. stóðu fyrir dagskrá og opnuð var örsýning um ævi hennar og störf. Örsýningin verður opin í sumar (Bókasafni Kópavogs, Hamraborg, opið til kl. 20 virka daga – styttra um helgar ).
Þar má finna bæði persónulega muni, blaðaúrklippur og opinber skjöl. Þetta var á fyrstu árum Kópavogsbæjar og mikið verk að vinna, allt þurfi að gera frá grunni. Skólamál, félagsmál, kirkjubygging, sundlaug, gatnagerð og skólp.
Hér má heyra útvarpsviðtal við Huldu Dóru Styrmisdóttur, dótturdóttur Huldu J.

Hulda og Finnbogi Rútur hófu fljótlega þátttöku í málefnum sveitarfélagsins, en Kópavogur varð sjálfstæður hreppur 1948 og kaupstaður 1955. Hulda var kosin bæjarstjóri 4. júní 1957, og gegndi því embætti til 1962. Jafnframt bæjarstjórastarfinu var hún formaður sóknarnefndar Kópavogssóknar og formaður skólanefndar. Helstu áherslur hennar á bæjarstjórnartímanum voru uppbygging skóla í bænum, bygging kirkju, félagsheimilis og sundlaugar.
Eftir að Hulda lét af störfum sem bæjarstjóri starfaði hún um árabil sem umboðsmaður Brunabótafélags Íslands í Kópavogi og sat aftur sem bæjarfulltrúi í Kópavogi 1970-1974.
Hulda og Finnbogi Rútur voru gerð að fyrstu heiðursborgurum Kópavogs árið 1976 og Hulda var sæmd riddarakrossi fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum árið 1994.
Hún lést 31. október 1998.
Bloggar | 10.7.2007 | 15:32 (breytt kl. 15:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þann 19. júní fögnum við því að hátt í hundrað ár eru síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Allir sem styðja jafnrétti eru hvattir til að klæðast bleiku eða bera eitthvað bleikt þennan dag.
10:00 Afhending Bleiku steinanna, hvatningarverðlauna Femínistafélagsins
13:00 Opið hús á Jafnréttisstofu, Borgum á Akureyri
16:15 Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík, gengið verður um Þingholtin og Kvosina og endað á Hallveigarstöðum
17:15 Hátíðardagskrá í samkomusal Hallveigarstaða í boði Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambandsins og Bandalags kvenna í Reykjavík. Ávörp flytja Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní
18:00 Veitingar og kaffispjall á Hallveigarstöðum
20:30 Kvennamessa Kvennakirkjunnar í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Messan er haldin við þvottalaugarnar í Laugardal
22:00 Samkoma Ungliðahóps Femínistafélagsins á Cultura, Hverfisgötu
Kvenréttindafélag Íslands dreifir tímaritinu 19. júní frítt
UNIFEM selur bleik armbönd til styrktar kvennamiðstöðvum í Afganistan
Aðstandendur Málum bæinn bleikan eru:
Bríet, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót, Femínistafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Samtök um Kvennaathvarf, Kvennasögusafn, Kvennakirkjan, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræði (RIKK) og UNIFEM
19. júní er 170. dagur ársins (171. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 195 dagar eru eftir af árinu.
Borðar sem þú getur notað til að setja á vefsíður.
Settu eftirfarandi html kóða í bloggið þitt eða vefsíðuna þína.
<img src="http://www.feministinn.is/myndir/19juni2004/19jun_banner_500px.gif">
<img src="http://www.feministinn.is/myndir/19juni2004/19jun_banner_180px.gif">
<img src="http://www.feministinn.is/myndir/19juni2004/malum_baeinn_banner.gif">
Borðarnir eru hannaðir af Salvör Gissurardóttir.
Bloggar | 18.6.2007 | 23:57 (breytt 19.6.2007 kl. 00:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistasýninguna "19" þriðjudaginn 19. júní í DaLí Gallery á Akureyri, klukka 17 - 19.
Dagrún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2006 og er nemi í nútímafræði við Háskólann Akureyri.
" Ég mátti til með að fara í bleika gírinn í tilefni dagsins. Myndirnar mínar eru sjálfsmyndir þar sem ég máta nokkrar staðalímyndir og spái í femínísk hugðarefni." Sýning Dagrúnar stendur til 30. júní og er DaLí Gallery opið á laugardögum og sunnudögum í sumar kl.14 -17 á meðan sýningar standa yfir.
Allir eru velkomnir DaLí Gallery Brekkugata 9 600 Akureyri dagrunm@snerpa.is www.daligallery.blogspot.com
Bloggar | 15.6.2007 | 14:24 (breytt kl. 14:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin árlega kvennasöguganga verður farin á kvennadaginn 19. júní og hefst hún kl. 16.15.
Gengið verður frá Kvennaskólanum í Reykjavík upp í Þingholtin, niður í Kvosina og síðan að Hallveigarstöðum þar sem Kvenréttindafélag Íslands býður upp á kaffi og hátíðardagskrá.
Allir eru velkomnir í göngu og kaffi. Leiðsögukona verður Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur.
Bloggar | 12.6.2007 | 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn 16. júní næstkomandi kl. 14:00 mætast kvennalandslið Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2009 á Laugardalsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar lið, enda eru Frakkar með eitt allra sterkasta kvennalandslið í Evrópu. Markmið Íslands er að komast í lokakeppni mótsins og því geta áhorfendur skipt sköpum í þessum leik.
Frítt er inn á leikinn fyrir 16 ára og yngri.
Mætum öll og styðjum stelpurnar okkar!
Bloggar | 11.6.2007 | 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fara vændi og virðing saman í jafnréttisþjóðfélagi?
Ráðstefna á Grandhótel, Reykjavík, Föstudaginn 8.júní.
Dagskrá
Kl.
13:00 Guðrún Jónsdóttir fundarstjóri og talskona Stígamóta opnar ráðstefnuna
13:10 Erindi pallborðsþátttakenda:
Rosy Weiss (Austurríki), forseti International Alliance of Women (IAW)
Marit Kvamme (Noregur), í stjórn Womens Front of Norway, Network Against
Prostitution and Trafficking in Women og FOKUS
Ágúst Ólafur Ágústsson (Íslands), alþingismaður
Rachael Lorna Johnstone (Skotland/Ísland), lektor við Háskólann á Akureyri
14:15 Umræður pallborðsþátttakenda
15:00 Kaffihlé
15:15 Umræður pallborðs og ráðstefnugesta
15:30 Niðurstöður frá pallborðsþátttakendum
Ráðstefnan fer fram á ensku, Aðgangur ókeypis, Kaffiveitingar
****
Fundur á Akureyri.
Kvenréttindafélag Íslands, Jafnréttisstofa, Akureyrarbær og Háskólinn á
Akureyri standa fyrir opnum fundi í húsnæði Jafnréttisstofu að Borgum við
Norðurslóð á Akureyri, fimmtudaginn 7. júní kl. 12:00.
Erindi flytja:
* Rosy Weiss, forseti alþjóðlegu kvenréttindasamtakanna
International Alliance of Women (IAW): Kynning á IAW
* Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ:
Alþjóðasamstarf KRFÍ
* Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu:
Staða jafnréttismála
Fundarstjóri er Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og
mannréttindadeildar Akureyrarbæjar.
Fundurinn er öllum opinn og fer fram á ensku. Boðið verður upp á súpu og
brauð.
Bloggar | 6.6.2007 | 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KIKS, aðildarfélag WIFT á Íslandi kynnir tvo fyrirlestra um uppbyggingu handrita.
Clare Downs handritsráðgjafi heldur tvo fyrirlestra dagana 9. og 10. júní næstkomandi
Við handritagreininguna verður stuðst við tvær kvikmyndir.
Laugardaginn 9.júní
Fucking Åmål frá 1998 í leikstjórn Lukas Moodysson.
Sunnudaginn 10.júní
The Lives of Others frá 2006 í leikstjórn Florian Henckel von Donnersmarck.
Fyrirlestranir fara fram á Hótel íslandi og standa yfir frá kl. 10-18.
Skráningargjald fyrir hvorn fyrirlestur er 7500 kr. en 4500 kr. fyrir skuldlausa félaga KIKS. Gert er ráð fyrir klukkutíma matarhléi.
Skráning fer fram með tölvupósti á wift@wift.is , þátttökugjald greiðist inná reikning 0101-26-060690 kt. 6209-060690
vinsamlegast sendið tölvupóst til staðfestingar á greiðslu.
Allar nánari upplýsingar fást á www.wift.is eða í síma 6913217.
Bloggar | 5.6.2007 | 02:04 (breytt kl. 02:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eve Ensler höfundur Píkusagna talar um verkið.
Bloggar | 16.3.2007 | 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
V-dagurinn hefur verið haldinn undanfarin sex ár á höfuðborgarsvæðinu en í ár verður kastljósinu beint að landsbyggðinni til að undirstrika þá samstöðu sem er allt land um að binda enda á ofbeldi gagnvart konum.
- V-day
Bloggar | 16.3.2007 | 11:04 (breytt kl. 11:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16. mars Egilsstaðir,
Hótel Hérað
Flutningur:
Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, Marta Nordal, leikkona
Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar
og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Tónlist: Lay Low
Húsið opnar kl. 21.30 og sýning hefst kl. 22.00
Miðaverð 1500 kr.
Bloggar | 16.3.2007 | 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibbasig
-
hugsadu
-
bleikaeldingin
-
salvor
-
soley
-
solrun
-
svartfugl
-
ugla
-
fanney
-
dagga
-
ipanama
-
herdis
-
linduspjall
-
sms
-
daman
-
helgatryggva
-
jogamagg
-
gmaria
-
almapalma
-
elsanielsen
-
sifjar
-
hlynurh
-
kamilla
-
elvag
-
ragnhildur
-
vglilja
-
andreaolafs
-
pollyanna
-
agny
-
eyglohardar
-
belle
-
annaed
-
svalaj
-
gudridur
-
bryndisisfold
-
saedis
-
ingibjorgelsa
-
alfholl
-
halla-ksi
-
ingibjorgstefans
-
konukind
-
margretloa
-
ea
-
kolgrima
-
mist
-
joninaben
-
kennari
-
annabjo
-
grazyna
-
audurg
-
hugrenningar
-
adalheidur
-
saradogg
-
dagnyara
-
vilborgo
-
hnifurogskeid
-
mafia
-
killerjoe
-
fruevabjork
-
id
-
ernamaria
-
tobbasandra
-
lara
-
begga
-
annapala
-
malacai
-
almaogfreyja
-
bibb
-
estro
-
eydis
-
nonniblogg
-
margretsverris
-
perlaheim
-
pro-sex
-
sverdkottur
-
valdisa
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar