Byltingin nær líka til Köben!

8. mars í Kaupmannahöfn.

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars ætla feministar í Kaupmannahöfn að hittast í Jónshúsi kl.18.00 og ræða málin.

Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur mun flytja fyrirlestur sem nefnist
"Ég myndi kjósa hana þótt hún væri karlmaður." Um kosningabaráttu og kjör Vigdísar Finnbogadóttur.
og
Gunnhildur Kristjánsdóttir, mastersnemi í stjórnmálafræði mun tala um Kvennalistann.
Yfir léttum veitingum munum við svo færa okkur til nútímans og spjalla um væntanlegan
hlut kvenna í næstu kosningum o.fl.

Endilega áframsendið þetta til allra sem þið þekkið í Danmörku og ef þið eigið leið um
Kaupmannahöfn þá væri gaman ef þið létuð sjá ykkur.

Baráttukveðjur,

Rósa Erlingsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband