Karen Ross: Hvar fékk hún þessa skó?
Stjórnmálakonur og fjölmiðlar í aðdraganda kosninga. Prófessor Karen Ross flytur fyrirlestur föstudaginn 13. apríl kl. 12.00 - 13.30 í Norræna húsinu sem hún kallar: "Hvar fékk hún þessa skó? Stjórnmálakonur sem fréttaefni."
Fyrirlesturinn er fluttur í boði Blaðamannafélags Íslands, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ.
Karen Ross, sem er prófessor í fjölmiðlafræðum og hefur skrifað fjölda bóka m.a. um þetta viðfangsefni, mun m.a. ræða eftirfarandi spurningar: Hvernig er umfjöllun fjölmiðla um stjórnmálakonur? Hvaða aðferðum beita fjölmiðlar? Hvaða orð eru notuð og hvernig myndir eru sýndar þegar fjallað er um konur í stjórnmálum? Er fremur fjallað um þær sem konur en sem þátttakendur í stjórnmálum í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra? Hvaða aðferðum geta stjórnmálakonur nýtt sér gagnvart áhugalausum eða jafnvel fjandsamlegum fjölmiðlum? Eru fjölmiðlar að taka sér sífellt meira vald við að túlka stjórnmál og móta skoðanir (þar á meðal um konur) í stað þess að vera hlutlausir, réttlátir og upplýsandi? Hvað þarf að gera til að bæta umfjöllun um stjórnmálakonur og pólitísk ferli yfirhöfuð þannig að konur sem aðrir njóti sannmælis?
Á síðasta ári voru 30 ár liðin frá því að jafnréttislög voru fyrst sett á Íslandi. Þrátt fyrir þau og samþykktir Sameinuðu þjóðanna í Pekingsáttmálanum frá árinu 1995 um hlutverk fjölmiðla við að tryggja jafnrétti kynjanna sýna kannanir yfirburðastöðu karla í fjölmiðlaheiminum. Rannsóknir á Íslandi hafa ítrekað leitt í ljós (árið 2000 og 2005) að konur eru um 30% viðmælenda í fjölmiðlum. Rannsókn sem gerð var í aðdraganda alþingiskosninganna 2003 sýndi að konur voru 24% viðmælenda í spjallþáttum í útvarpi og sjónvarpi. Þessar tölur eru ekki í neinu samræmi við virkni og þátttöku kvenna í íslensku þjóðlífi. Það er ljóst að konur og karlar sitja ekki við sama borð þegar kemur að fréttamati fjölmiðla og spurning hvaða vald þeir eru að taka sér til að túlka samfélag okkar, hvaða mynd er dregin upp og hvernig. Er Ísland á svipuðu róli og önnur lönd eða skerum við okkur úr hvað varðar lélegan hlut kvenna? Þessi atriði verða rædd í kjölfar fyrirlestrar Karen Ross.
Karen Ross er prófessor í fjölmiðlafræðum (Mass communication) við Háskólann í Coventry í Englandi. Hún hefur skrifað og ritstýrt fjölda bóka sem m.a. eru kenndar við Háskóla Íslands, s.s. Women and Media. International Perspectives (2004), Women, Politics and Change (2002) og Black Marks: Minority, Ethnic Audiences and Media (2001).
Staður: Norræna húsið
Vefslóð: www.rikk.hi.is
- af vef hi.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.4.2007 | 09:36 (breytt kl. 09:38) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibbasig
- hugsadu
- bleikaeldingin
- salvor
- soley
- solrun
- svartfugl
- ugla
- fanney
- dagga
- ipanama
- herdis
- linduspjall
- sms
- daman
- helgatryggva
- jogamagg
- gmaria
- almapalma
- elsanielsen
- sifjar
- hlynurh
- kamilla
- elvag
- ragnhildur
- vglilja
- andreaolafs
- pollyanna
- agny
- eyglohardar
- belle
- annaed
- svalaj
- gudridur
- bryndisisfold
- saedis
- ingibjorgelsa
- alfholl
- halla-ksi
- ingibjorgstefans
- konukind
- margretloa
- ea
- kolgrima
- mist
- joninaben
- kennari
- annabjo
- grazyna
- audurg
- hugrenningar
- adalheidur
- saradogg
- dagnyara
- vilborgo
- hnifurogskeid
- mafia
- killerjoe
- fruevabjork
- id
- ernamaria
- tobbasandra
- lara
- begga
- annapala
- malacai
- almaogfreyja
- bibb
- estro
- eydis
- nonniblogg
- margretsverris
- perlaheim
- pro-sex
- sverdkottur
- valdisa
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.